Flúorkolefni
Flúorkolefnissambönd (CF4/C2F6) eru sterkar gróðurhúsalofttegundir. Þau myndast við spennuris (sjá hér) sem geta orðið í kerum. Heildarmagn flúorkolefna í losun er því háð fjölda spennurisa í kerskálunum og hve lengi þau vara.
Fjöldi spennurisa er mun minni nú en fyrir 10 árum og hefur Alcan í Straumsvík náð hvað bestum árangri í heiminum í fækkun spennurisa. Áður þótti æskilegt að fá reglulega spennuris á kerin, en með nútímalegri kerrekstri og aukinni vitund um mengandi áhrif spennurisa, hefur sú krafa horfið. Þróun á hugbúnaði, sem stýrir kerunum, hefur leitt til þess að hægt er að spá fyrir um ris með talsverðri nákvæmni og því er auðveldara að koma í veg fyrir þau.
Okkar áherslur
- Okkur finnst mikilvægt að starfsemin sé í sátt við umhverfið og í anda sjálfbærrar þróunar.
- Við fylgjum í einu og öllu þeim lögum og reglum sem gilda.
- Við viljum vera fyrirmynd annarra á sviði umhverfismála.
- Við höfum vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.
- Við leggjum áherslu á heiðarlega upplýsingagjöf.