Flúor
Flúor er hjálparefni sem notað er við rafgreiningu á súráli. Það verður því ekki til við framleiðsluna eins og halda mætti af algengum misskilningi heldur tekur á sig form lofttegundar og verður þannig hluti af afgasi frá kerum.
Á upphafsárum álversins var mikið rætt um hugsanlega hættu af losun flúors út í andrúmsloftið. Á þeim tíma var enginn hreinsibúnaður til staðar og því eðlilegt að málið væri fólki hugleikið en allt frá árinu 1982 höfum við hreinsað efnið úr kerreyknum og bætum árangurinn frá ári til árs.
Hreinsunin fer fram í þremur þurrhreinsistöðvum og í dag er hreinsunin yfir 99,9% í nýjustu stöðinni sem er með því besta sem þekkist. Árangurinn í hinum stöðvunum tveimur er um 99,2%.
Flúor í miklu magni getur haft skaðleg áhrif á gróður og dýralíf en sem betur fer hafa miklar framfarir í hreinsitæknið dregið mjög úr áhrifum áliðnaðarins. Ef styrkur flúors í gróðri er undir 30 ppm veldur hann engum skaða og reglubundnar mælingar í gróðri í nágrenni Straumsvíkur sýna styrk langt undir þeim mörkum.
Þess má geta að til eru ýmsar náttúrulegar uppsprettur flúors, t.d. eldgos. Talið er að í Heklugosinu árið 1970 hafi heildarmagn uppleysanlegs flúors verið um 30.000 tonn, sem samsvarar um 200 ára losun frá Alcan í Straumsvík miðað við núverandi framleiðslu og hreinsibúnað.
Okkar áherslur
- Okkur finnst mikilvægt að starfsemin sé í sátt við umhverfið og í anda sjálfbærrar þróunar.
- Við fylgjum í einu og öllu þeim lögum og reglum sem gilda.
- Við viljum vera fyrirmynd annarra á sviði umhverfismála.
- Við höfum vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.
- Við leggjum áherslu á heiðarlega upplýsingagjöf.