Fóstrakerfi

Álverið í Straumsvík kappkostar að taka vel á móti nýju starfsfólki, enda gefst aðeins eitt tækifæri til góðra fyrstu kynna! Mikilvægur liður í þeirri viðleitni er fóstrakerfið svokallaða, sem hefur verið starfrækt frá árinu 2000.

Markmiðið með fóstrakerfinu er einkum að auðvelda nýliðum að hefja störf hjá fyrirtækinu, tryggja að þeir fái allar nauðsynlegar upplýsingar sem fyrst og finni fyrir öryggi og ánægju í nýju starfi. Með fóstrakerfinu verður móttaka nýliða markvissari og sambærileg hjá öllum sviðum fyrirtækisins. Hlutverk fóstrans er fyrirfram skilgreint og styðjast þeir við gátlista til að tryggja að öll mikilvæg atriði komist til skila.

Um 40 starfsmenn gegna hlutverki fóstra hjá álverinu í Straumsvík.  Á hverjum vinnustað eða í vakthópi eru 1 til 2 fóstrar og þeir hafa margvísleg hlutverk.

  • Fóstri tekur við nýjum starfsmanni eftir að næsti yfirmaður hans hefur boðið hann velkominn og kynnt honum í grófum dráttum starfsemi fyrirtækisins og deildarinnar.
  • Fóstri sýnir nýliðanum vinnustaðinn og fer markvisst yfir þau atriði sem fram koma á gátlista.
  • Fóstri svara öllum spurningum nýliðans eftir bestu getu og aðstoðar hann við að afla sér upplýsinga.
  • Fóstri finnur hæfan aðila til að kenna nýliðanum réttu tökin við það starf sem hann kemur til með að vinna.
  • Fóstri ber ábyrgð á að upplýsa nýliðann um ofangreind atriði en hann ber ekki ábyrgð á verkum hans.
  • Fóstri sýnir nýliða þolinmæði og gerir sitt besta til að láta nýliðanum líða vel á nýjum vinnustað.

 

Ávinningur af fræðslustarfi

Ávinningurinn af símenntun og fræðslu er margvíslegur. Þessir eru helstu kostirnir:

  • Öruggari vinnustaður
  • Hæfara starfsfólk
  • Jákvæðara starfsfólk
  • Aukin verðmætasköpun
  • Auðveldari innleiðing breytinga
  • Sameiginlegur skilningur á viðfangsefnum
  • Sterkari samkeppnisstaða fyrirtækisins
  • Eftirsóknarverðari vinnustaður
  • Aukin verðmætasköpun
  • Aukin starfsánægja