Framhaldsnám við Stóriðjuskólann

Haustið 2004 hófst framhaldsnám við Stóriðjuskólann.  Góð reynsla af grunnnáminu og mikill áhugi starfsmanna á frekara námi varð til þess að þetta skref var stigið.  Framhaldsnámið er ætlað iðnaðarmönnum og stóriðjugreinum sem hafa útskrifast úr grunnnáminu.

Markmiðið með framhaldsnáminu er að þjálfa starfsfólk og gera það reiðubúið til að gegna í framtíðinni forystuhlutverki innan fyrirtækisins. Þannig eiga nemendur í framhaldsnáminu hæglega að geta tekið að sér lykilhlutverk í hópum og breytingarferlum að loknu námi og stuðlað að auknu samstarfi stóriðjugreina og iðnaðarmanna. 

Með náminu auka starfsmenn  starfsþróunarmöguleika sína og styrkja í leiðinni stöðu fyrirtækisins í ört vaxandi samkeppnisumhverfi. 

Árið 2011 samþykkti menntamálaráðuneytið að meta grunn- og framhaldsnám Stóriðjuskólans til allt að 78 eininga á framhaldsskólastigi, eða sem samsvarar rúmlega hálfu stúdentsprófi, sem er 140 einingar. Þar af er grunnnám Stóriðjuskólans nú metið til allt að 34 eininga og framhaldsnámið til allt að 44 eininga.

 

Ávinningur af fræðslustarfi

Ávinningurinn af símenntun og fræðslu er margvíslegur. Þessir eru helstu kostirnir:

  • Öruggari vinnustaður
  • Hæfara starfsfólk
  • Jákvæðara starfsfólk
  • Aukin verðmætasköpun
  • Auðveldari innleiðing breytinga
  • Sameiginlegur skilningur á viðfangsefnum
  • Sterkari samkeppnisstaða fyrirtækisins
  • Eftirsóknarverðari vinnustaður
  • Aukin verðmætasköpun
  • Aukin starfsánægja